. . . . . . . Vi bruger Teigar Rideudstyr

June 28, 2009

hvolparnir hennar Sölku

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 11:27 pm

Það er búið að rukka mig og rukka mig um myndir af þessum hvoplum. Nú eru þeir orðnir stórir og geta flutt að heiman, þannig að það er ekki seinna vænna.

tangovalka
Valka, sem á að taka við af Sölku til vinstri og Tangó bróðir hennar.

fyrstidagur
Fyrsta daginn hjá mömmu, ekki nema litlar pulsur.

vinkonur
Tvær sætar vinkonur Sólrun og Dagmar með tvær sætar vinkonur Völku og Sömbu.

January 1, 2009

Áramótagleði og afmæli

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 5:52 pm

Það var kátt á hjalla um áramótin enda haldið upp á tvö afmæli líka. Hér eru nokkrar myndir af stórum og litlum strákum, country drottningu og fleiru.

hattafolk
Krakkarnir fengu að velja sér hatta til að hafa yfir áramótin. Sigurður Flosi var ekkert sérstaklega hrifinn af sínum en það náðist nú samt sem á’ur en hann reif hann af sér.

nenni-ekki
Búinn að rífa af sér hattinn og vill endilega vita hvað er svona skemmtilegt.

afmaeli1
Litla afmælisbarnið kominn i sparigallan. Hann var nú hálf strúinn yfir þessum látum enda kominn með í eyrun og átti bara bágt.

lotta
Með Lottu “frænku”.

stjani
Stjáni “frændi” í góðum gír. Hann var yfir sig hrifinn af hattinum.

western
Sólrún var nú ekki minna hrifinn af sínum hatti enda svakalega flottur. Það mætti ætla að hún væri rétt ókominn upp á svið með Dolly Parton.

oliver
Oliver við bálið góða. Þeim finnst við hálffurðuleg dönunum af kveikja bál um áramótin.

afmali
Og þá var kominn 1. jan og afmælisbarn númmer tvö tók við gjöf frá Lottu, Stjána, Lone og Helga. Þau höfðu haft mikið fyrir þessu og vandað sig vel, enda tókst þetta vel hjá þeim og kannski verða það færri sem keyra út í skó til að leita að okkur í framtíðinni.

December 25, 2008

Gleðileg jól

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 12:41 am

Þá var stóra stundinn runninn upp. Stór og stærri börn hlökkuðu óskaplega mikið til. Það minnsta lét sér hvergi bregða og fannst þetta ágætt en veitti því svo sem enga sérstaka athygli nema kannski til að kvarta yfir því að maður fengi ekki að fara að sofa á réttum tíma.
Nokkrar myndir voru teknar í tilefni kvöldsins og vonandi hafið þið gaman af.
systkin
Öll þrjú kominn í sparigallan.

taeta
Það er óskaplega gaman að tæta og taka allt úr gluggakistunum þó að ég megi það ekki ! Hristi bara hausinn ef einhver segir nei. Brosi mínu blíðasta og held áfram. Gott að halda bara sínu striki.

skaerulidi
Þessi jól eru kannski skemmtileg. Enginn að skifta sér af því þó maður rífi draslið á gólfinu í öreindir :-)

unglingur
Dálið meiri ró yfir þessum pjakk þegar leið á kvöldið þó að það sé stutt í skæruliðan líka.

prinsessa
Prinsessan á heimilinu. Kominn í svart í staðinn fyrir bleikt. Sennilega er hún líka að þroskast. Gott að við fengum Sigurð Flosa til að halda fast í æsinginn og tætinginn í einhver ár í viðbót. Verðum ekki gömul á meðan – eða hvað ?

flottur2
Hef nú svo sem prófað að labba án þess að fá stuðning svona á milli manna, en í kvöld þorði ég í fyrsta skifti að taka nokkur skref án þess að það væri einhver hjálparhella í nágreninu og ég held svei mér þá að mér hafi tekist að taka ein fimm skref einn og óstuddur. Sennilega verð ég kominn á röltið áður en nokkur veit af. Guð hjálpi fjölskyldunni minni þá en ég á eftir að skemmta mér.

gott
Þetta er kannski gott.

pakkar
Hvað á ég að gera við þessa pakka?

flottur
Farið að liða á kvöldið og enn verða kinnarnar rauðari. Hvernig endar þetta eiginlega?

October 30, 2008

myndir frá Spáni

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 3:17 pm

Það var frábært að komast í burtu og vera á Spáni. Reyndar hefðum við mátt vera heppnari með veður og kreppan á Íslandi setti einnig sín spor. Ekki gaman að vita að allt væri að hrynja heima. Þrátt fyrir það, var þetta gott frí.


Það ringdi dálítið á okkur og því var um að gera að nota “óveðursdagana” í skoðunarferðir. Sólrún var í essinu sínu í kastalaferðinni og held hreinlega að henni hafi fundist hún vera prinsessa for a day.


Það hefur aldrei ringt á okkur í tívóliferðum á Spáni áður. Þrátt fyrir að við værum aðeins blaut fannst krökkunum rosagaman eins og sést á myndinni.


Sigurður Flosi lærir eitthvað nýtt á hverjum degi. Hér er hann að vera ah við mömmu. Vonandi verður hann mjúkhentari með tímanum.


Sólrúnu finnst ekki slæmt að fá ís. Helst oft á dag. Hér er hún að athuga hvort hún sé ekki lík Evu?


Gunnar að fylgjast með stöðu mála á Íslandi. Þetta verður sennilega vænn reikningur sem við fáum um næstu mánaðarmót.


Sigurði Flosa finnst gaman í baði, en sjórinn var ennþá skemmtilegri. Það er alltaf eitthvað að gerast og vesen á þessari ker…. að halda manninum föstum. Við urðum annsi oft að stökkva á fætur og bruna á eftir honum þegar hann var á leiðinni út á ballarhaf.


Við gáfumst fljótlega upp á því að reyna að halda þeim stutta á einhverju handklæði. Hann var sáttastur ef hann fékk að vera söndugur upp fyrir haus.


Erlingur ætlaði að henda mömmu sinni í sjóinn, sem betur fer kom sólrún til aðstoðar og það kom til átaka. Kannski eru þau bara hryðjuverkamenn þessi systkin. Hvaðan koma þau nú aftur?

August 27, 2008

Svakalega er ég dugleg :-)

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 2:51 pm

Flosa finnst rosalega gaman í baði og þegar allt annað er ómögulegt er bara að henda honum í bala og þar getur hann sitið og dundað sér í lengri tíma.

Erlingur bróðir að passa og var svo sniðugur að finna góðan stað fyrir þann stutta.

Hún er rosalega spennandi hún Salka, ef ég næði nú að klifra upp á hana, gæti ég sennilega klippið vel í hana.

Þá er ég búinn að prófa að borða kex. Það var rosalega gott og bónusinn var jú að á eftir þurfti ég að fara í bað :-)

August 12, 2008

Loksins Vigfús :-)

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 11:28 am

Kannski er Sigurður Flosi að æfa sig undir hlutverk Egons Olsens hér. Sennilega verður hann þó að bíða í nokkur ár eða þar til hatturinn passar.

Gunnar er strax farinn að segja sögur af síldinni. Sá stutti er alveg hissa á þessum tröllasögum.

Tveir góðir bræður saman og greinilega eitthvað spennandi að sjá.

Sólrún er alltaf jafn góð við bróður sinn.

April 10, 2008

Sigurður Flosi 3 mánaða

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 1:14 pm

Sætastur
Maður verður sætari og sætari með hverjum deginum. Bollukinnar eru leyfðar á þessum aldri sem betur fer.
Mannalegur
Fyrir utan það að vera sætastur, er maður nú líka orðin pínu mannalegur og getur sitið sjálfur með smá stuðningi.

March 13, 2008

Sólrún í sirkus

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 2:03 pm

Sólrún og bekkurinn hennar settu upp sirkus sýningu. Sólrún stóð sig með ágætum og var í því ábyrgðar hlutverki að draga tjöldin fyrir og frá.

solrunsirkus.jpg
Sólrún með Jósefínu og Soren.

eftirsirkus.jpg
Þeir feðgar, Gunnar og Sigurður Flosi ásamt stjörnunni á bak við tjöldin eftir sýninguna.

February 27, 2008

Sólrún á Öskudaginn og lítill broskarl

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 1:51 pm

jasmin.jpg
Sólrún er alltaf jafn fín, og nátturlega æðisleg þegar hún fer í prinsessubúninga. Hún segist nú samt ekki vera prinsessa í alvörunni, því prinsessur prumpa ekki !

broskarl.jpg
Nú getur maður farið að brosa og það er notað óspart. Sennilega eigum við eftir að gera drenginn vitlausan með dyggri aðstoð Erlings og Sólrúnar.

January 29, 2008

Nokkrar myndir af litla prinsinum

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 12:30 pm

Hér eru nokkrar myndir af litla prinsinum. Vonandi reyni ég að halda þessu við og setja myndir inn með reglulegu millibili.
dagureitt.jpg
Rétt kominn heim þann 31.12.

reidur.jpg
Maður getur nú orðið reiður!

maldurut.jpg
Krakkarnir þurfu að sjá hversu stór eða lítill bróðir þeirra er og notuðu dúkkuna í þágu vísindanna.

June 7, 2006

Ný vinna og heyskapur

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 5:15 pm

Ég skrapp upp í Álaborg í dag, til að heilsa upp á fólkið sem ég er að fara að vinna með. Líst bara svakalega vel á fólkið og vinnustaðinn sem slíkan. Fékk líka lánaðar nokkrar bækur, svona til að undirbúa mig aðeins. Er byrjuð að lesa mig til og varð hálf undrandi yfir öllum þeim viðbjóð sem mannskepnan lætur viðgangast. Ýmsar pindingaraðferðir sem mig hefði sennilega alltaf skort hugmyndarflug til að framkvæma og við flest, sem betur fer. En ég hlakka mikið til að breyta til, vinna með 4 öðrum sálfræðingum og fá nýjar hugmyndir og aðferðir sem geta nýst mér í framtíðinni.

Gunnar er móður og másandi yfir hrossunum allan daginn, frá því eldsnemma á morgnanna og til seint á kvöldinn. Erum með u.þ.b. 30 hross á staðnum í augnablikinu og auðvitað er hann byrjaður að heyja líka. Næsta kynbótasýning nálgast óðfluga og stanslaus gestagangur.

Krakkarnir eru líka sæl við sitt. Erlingur kom stoltur heim með stíl sem hann hafði fengið ágætis einkunn fyrir. Sólrún hefur svo mikið að gera í félagslífinu að hún er strax farinn að nota dagbók foreldra sinna til að skipuleggja heimsóknir, reiðtíma og leikfimi. Ekki slæmt fyrir 4 og hálfs (hennar athugasemd) árs skottu.

En þýðir víst lítið að kvarta. Þegar mikið er að gera er sæld í kotinu.

May 26, 2006

Gunna frænka kom í heimsókn

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 11:20 am

Gunna frænka, systir hans pabba, átti leið um Danmörku og kíkti aðeins við í kaffi hjá okkur. Eins og sönnum íslendingi sæmir kom hún færandi hendi, lambalærið liggur í frystinum og bíður eftir góðu tækifæri og svo kom hún líka með lesningu. Hún hefur verið að fara í gegnum dót ömmu og afa og ýmsir gullmolar komið úr kafinu m.a. stílabók sem pabbi átti þegar hann var strákur. Ég ákvað að skrifa einn stílinn hér inn þannig að allir sem vilja geti notið hans.

Á sjó
Þegar ég var á Flateyri, var það heitasta ósk mín að fara á sjó, og loksins fékk ég það. Það var einn dag, rétt fyrir páska að báturinn Einar Þveræingur rann upp að bryggju. Hann er 60 tonna bátur sem rær á línu. Helgi skipsstjórinn stóð á brúnni og veivaði mér og ég veivaði á móti. “Ég stökk upp í bátinn og spurði: Má ég koma með ykkur?” “Nei ekki núna vinur, það verður bölvuð bræla í nótt.” “Af hverju?” spurði ég. “Af því að þú getur orðið sjóveikur” sagði Helgi. “En ef ég spyr ömmu?” sagði ég og gaf ekkert eftir. “Ja, kannske, ef amma þín leyfir það.” Ég fór í hendingskasti upp eftir til ömmu og spurði hana hvor ég mætti fara með Helga á sjóinn. “Ertu búinn að spyrja Helga?” sagði hún. “Já, og hann ætlar að leyfa mér það, ef þú vilt,” sagði ég. “Já, ætli þú megir ekki fara”. Ég hentist út úr dyrunum, samt ekki án þess að þakka henni fyrir og beint niður í bát. “Ég má það” hrópaði ég um leið og ég stökk upp á bátinn. “jæja, búðu þig þá fljótt, við erum alveg að fara”. Ekki leið á löngu þangað til ég stóð við hliðina á Helga og við vorum á leið út fjörðinn. Þegar við vorum komnir út úr firðinum var farið að hvessa, og þar að auki var mig farið að kitla svolítið í magann. “Ertu nokkuð sjóveikur” sögðu allir við mig, þegar ég hitti þá úti á dekki. “Nei” sagði ég. “Þú ert hraustur, svona lættu allir strákar að vera”: Þegar leið á nóttina, fór sjógangurinn að verða heldur mikill, þá fór mig að verkja í magann. Ég fór niður í káetu, lagðist upp í koju, en ekki batnaði mér í maganum fyrir því. Þá fór ég að rápa um, ég fór upp í stýrishús, þar fékk ég að stýra svolítið. Ég fór niður í vélarrúm, þar stóð ég og hrofði á, hvernig vélarmaðurinn smurði vélina. Ég fór aftur uppí stýrishús og ætlaði út á dekk, en mér var bannað það, af því að báturinn valt mikið, og þar að auki var hann á ferð. “Komdu og stýrðu svolitla stund”, sagði Helgi, og fór inn í skipsstjórnarklefann. Ég tók við stýrinu. Þegar ég var búinn að stýra svolítinn tíma fór ég að verða þreyttur. Þegar Helgi kom fra aftur, sagði hann mér að koma með sér fram í lúkar, því að ég væri orðinn þreyttur. Ég lagðist upp í koju og sofnaði brátt. Þegar ég hafði sofið í svona 4 klukkutíma, vaknaði ég við að einhver kom niður. Það var stór strákur, sem hafði falið sig í bátnum, og ekki gefið sig fram fyrir en farið var að leggja. Ég heyrði, að Helgi skammaði hann mikið og sagði að fyrst hann væri hér, þá yrði hann að minnsta kosti að reyna að gera eitthvað til gagns, en hann var orðinn svo sjóveikur, að hann gat ekki neitt. Han lagðist upp í koju, og öðru hvor rak hann höfuðið út úr kojunni og spjó. Mesti verkurinn var nú hrofinn svo ég fór upp á dekk og horfði á, þegar fiskurinn var dreginn upp fyrir borðstokkinn. Þarna voru ýsur, þorskar og steinbítar, mér þótti gaman að taka goggana, og stinga skaftinu upp í kjaftinn á þeim, þá klemmdu þeir kjaftinn utan um skaftið, svo að tannaförinn sáust á sköftunum, síðan rotaði ég þá. Nú sá ég, að Nanni greip einn steinbítinn, sem var nýkominn upp úr sjónum, og hljóp með hann fram í lúkar. Ég fór á eftir honum niður. Nanni gekk að kojunni, þar sem laumufarþeginn lá og snéri sér upp að súð. Síðan lét hann gapandi steinbítinn bíta í rassinn á stráknum, sem rak upp ógurlegt öskur og rauk fram úr með steinbítinn hangandi í buxunum. Og nú segir ekki meira frá sjóferð þessari.

April 25, 2006

Rökkrétt hugsun hjá einni stuttri

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 8:01 pm

Sólrún tilkynnti okkur það við kvöldmataleiti að nú ætlaði hún að borða og borða. Hún er nú ekki vön því að borða kvöldmat að neinu ráði þannig að við rákum um stór augu. Jú hún ætlaði að borða svo mikið, hún ætlaði nefninlega að fá risastóran maga. Þegar hún væri kominn með nógu stóran maga þá ætlaði hún að fá baby úr maganum. Já – hvaðan koma börnin ? En þegar maður er 4 ára og veit ekki þetta með mömmuna og pabban þá er þetta ekki óskynsamlegur hugsunarháttur. Hún veit jú, að maður verður feitur ef maður borðar mikið og að konur eru með stóran, feitan maga svona rétt áður en börnin verða til ergo maður borðar mikið til að fá börn. Þetta finnst mér býsna vel að verki staðið hjá henni að reikna þetta út ekki eldri en hún er :-)

April 8, 2006

mamma – hræðslupúki

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 6:12 pm

Henni Sórlúnu er nú ekki fisjað saman. Hún uppástóð í morgun að fara á hestbak. Við vorum alveg til í að leyfa henni það, þar sem við erum með hest í verkefnið í augnablikinu. Hann heitir Glæsir og er einstaklega þægur og þýður hestur. En nei, það kom ekki til greina. Sórún vildi ríða Djákna eða engum hesti. Rétt hjá minni dömu að vera ákveðin og vita hvað hún vill.

Nú Djákni var pússaður, gerð voru auka göt á ístaðsólarnar og daman á bak. Hún var alsæl þegar pabbi hennar fann upp á það ráð að vera með klárinn í tvöföldum taumum þannig að hægt væri að fara hratt yfir, ekkert gaman á feti. Gunnar hljóp og hljóp , eftir 15 mín. var hann alveg uppgefinn og Sigrún var látinn taka við taumunum. En mamma hún er hræðslupúki tilkynnti sú stutta sem fannst mamma allt of varkárinn og miklu betra að hafa pabba með.

January 1, 2006

Bíðum þar til hann fer á eftirlaun

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 7:42 pm

Já honum Erlingi er ekki fisjað saman. Gunnar á afmæli í dag og er að okkar mati orðinn eldgamall. Ég spurði börnin svona í gamni þegar við vorum að óska honum til hamingju með daginn að því hvort við ættum ekki að fara að skipta honum út. Erlingur leit íbygginn a mig og sagði svo ” er ekki betra að bíða þar til hann fer á eftirlaun”. Sennilega er það rétt hjá honum. Við höldum honum alla vega smá í viðbót, það eru enn peningar í karlinum þrátt fyrir háan aldur ;-)

December 30, 2005

Jólin 2005

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 1:39 pm

Já þá eru enn ein jólinn liðinn í friði og spekt. Börnin stóðu sig með mikilli prýði og ljómuðu af eftirvæntingu og spennu þegar þessi mynd var tekinn rétt fyrir kvöldmat á aðfangadag.

Já þau eru svo sæt og fín á þessari mynd að vinkonu okkar varð að orði að við hefðum sennilega fengið þessi börn að láni svona rétt yfir hátiðarnar. Vonandi verða þau svona góð restina af árinu. Reyndar erum við Gunnar að hugsa um að búa til jólasveina fyrir 352 daga í viðbót, það hefur aldrei gengið svona vel að fá brussuna litlu til að sofa á kvöldin. Grýla hefur alla vega ekki farið södd héðan. Nú á skrifandi stundu eru þeir feðgar að undribúa brennu fyrir morgundaginn. Eru á fullu að saga niður innréttingar í gamla svínahúsinu þannig að bálið verði nógu stórt. Gott brenni líka, innþornað ammoníak í öllu tréverki!

Látum þetta gott heita frá vetraríkinu í Danmörku að sinni. Gleðilegt ár til allra.

August 12, 2005

Sveitasirkus

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 4:31 pm

Krakkarnir okkar og stelpurnar hans Flosa voru saman kominn á dögunum. Erlingi datt í hug að setja upp sirkussýningu og nau hann dyggrar aðstoðar Sólrúnar og Ástu. Fjölmennt var mjög á sýninguna og komust færri að en vildu (Kilja og Lappi fengu því miður ekki sæti). Tókst þeim vel til og fengu listamenn frá spáni, ítalíu og ég held rússlandi til að töfra, sýna leikfimi, vera vöðvastæltir og stæltar (lítill fugl hvíslaði í eyrað á áhorfendum að frú kraftajötun væri sterkari en hr. kraftajötun). Að sjálfsögðu voru trúðar af öllum stærðum og gerðum. Áhorfendur skemmtu sér konunglega og amma Lóla tók bakföl af hlátri þegar Flosi og Gunnar keyrðu dráttarvélar (eða var það kannski eitthvað annað sem þeir léku). Stórkostleg sýning og samhljóma álit allra að hún fái 5 stjörnur.

« Previous Page

Sigrun & Gunnar - Tjele Skovej 4, 8830 Tjele